Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2016 09:50 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15
Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36