Vill konu í formann KSÍ og útilokar ekki framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2016 23:21 Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns 2007 og útilokar ekki að endurtaka leikinn í febrúar. Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56