Hörmuleg byrjun sló Þóri og norsku stelpurnar ekki útaf laginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 21:17 Þórir Hergeirsson sýnir tilþrif á hliðarlínunni á EM. Vísir/AFP Noregur og Danmörk enduðu bæði riðlakeppnina á EM kvenna í handbolta með fullt hús en þau þurftu bæði að grafa sig upp úr holu í lokaumferðinni í kvöld. Þórir Hergeirsson þurfti að taka leikhlé snemma til að rétta af leik sinna stelpna í norska liðinu. Norsku stelpurnar unnu á endanum tveggja marka sigur á Rússum, 23-21 og unnu D-riðilinn en dönsku stelpurnar unnu þriggja marka sigur á Tékkum, 32-29, og unnu með því C-riðilinn. Bæði lið fara því með fjögur stig inn í milliriðil tvö en keppni í honum hefst strax á sunnudaginn. Önnur lið í milliriðlinum eru Tékkland (2 stig), Ungverjaland (0 stig), Rúmenía (2 stig) og Rússland (0 stig). Norska liðið náði með þessu að hefna fyrir tapið fyrir Rússum í framlengdum undanúrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Útlitið var ekki bjart hjá norska liðinu í byrjun því Þórir Hergeirsson þurfti að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútur þegar staðan var orðin 4-0 fyrir Rússa. Norsku stelpurnar voru búnar að jafna í 8-8 eftir 18 mínútur en staðan var 11-11 í hálfleik. Rússar voru 16-15 yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en þá kom flottur átta mínútna kafla hjá þeim norsku sem unnu hann 5-1 og komust þremur mörkum yfir, 20-17. Silje Solberg stóð sig vel í norska markinu og var valin besti maður leiksins. Veronica Kristiansen og Nora Mörk voru markahæstar með fimm mörk hvor. Dönsku stelpurnar lentu 3-0 undir í byrjun og voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13. Danska liðið jafnaði metin í 21-21 eftir þrettán mínútna leik í seinni hálfleik og náði síðan mest fimm marka mun, 31-26 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Tékkar löguðu stöðuna aðeins á lokamínútunum en náðu ekki að ógna dönskum sigri að einhverju ráði. Stine Jorgensen skoraði átta mörk úr tíu skotum hjá Dönum og Anne Mette Hansen var með sex mörk. Handbolti Tengdar fréttir Svíabönunum skellt á jörðina og sendar heim af EM EM-ævintýri Slóvena entist bara í einn leik en liðið er á heimleið af EM kvenna í handbolta eftir tólf marka stórtap á móti Spáni. 8. desember 2016 19:03 Tekst Þóri loks að vinna sigur á Rússum? Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. 9. desember 2016 15:45 Hollensku stelpurnar komu til baka í seinni og unnu Frakka Lið Hollands og Svíþjóðar komu til baka í leikjum sínum í lokaumferð riðlakeppni EM kvenna í handbolta í kvöld. Hollenska liðið koma til baka og vann sinn leik en þær sænsku gerðu jafntefli. 8. desember 2016 21:41 Króatar og Svartfellingar á heimaleið af EM Króatía og Svartfjallaland eru úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir að bæði þessi lið töpuðu leikjum sínum í í kvöld en þá fór fram lokaumferð riðlakeppninnar. 9. desember 2016 19:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Noregur og Danmörk enduðu bæði riðlakeppnina á EM kvenna í handbolta með fullt hús en þau þurftu bæði að grafa sig upp úr holu í lokaumferðinni í kvöld. Þórir Hergeirsson þurfti að taka leikhlé snemma til að rétta af leik sinna stelpna í norska liðinu. Norsku stelpurnar unnu á endanum tveggja marka sigur á Rússum, 23-21 og unnu D-riðilinn en dönsku stelpurnar unnu þriggja marka sigur á Tékkum, 32-29, og unnu með því C-riðilinn. Bæði lið fara því með fjögur stig inn í milliriðil tvö en keppni í honum hefst strax á sunnudaginn. Önnur lið í milliriðlinum eru Tékkland (2 stig), Ungverjaland (0 stig), Rúmenía (2 stig) og Rússland (0 stig). Norska liðið náði með þessu að hefna fyrir tapið fyrir Rússum í framlengdum undanúrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Útlitið var ekki bjart hjá norska liðinu í byrjun því Þórir Hergeirsson þurfti að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútur þegar staðan var orðin 4-0 fyrir Rússa. Norsku stelpurnar voru búnar að jafna í 8-8 eftir 18 mínútur en staðan var 11-11 í hálfleik. Rússar voru 16-15 yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en þá kom flottur átta mínútna kafla hjá þeim norsku sem unnu hann 5-1 og komust þremur mörkum yfir, 20-17. Silje Solberg stóð sig vel í norska markinu og var valin besti maður leiksins. Veronica Kristiansen og Nora Mörk voru markahæstar með fimm mörk hvor. Dönsku stelpurnar lentu 3-0 undir í byrjun og voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13. Danska liðið jafnaði metin í 21-21 eftir þrettán mínútna leik í seinni hálfleik og náði síðan mest fimm marka mun, 31-26 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Tékkar löguðu stöðuna aðeins á lokamínútunum en náðu ekki að ógna dönskum sigri að einhverju ráði. Stine Jorgensen skoraði átta mörk úr tíu skotum hjá Dönum og Anne Mette Hansen var með sex mörk.
Handbolti Tengdar fréttir Svíabönunum skellt á jörðina og sendar heim af EM EM-ævintýri Slóvena entist bara í einn leik en liðið er á heimleið af EM kvenna í handbolta eftir tólf marka stórtap á móti Spáni. 8. desember 2016 19:03 Tekst Þóri loks að vinna sigur á Rússum? Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. 9. desember 2016 15:45 Hollensku stelpurnar komu til baka í seinni og unnu Frakka Lið Hollands og Svíþjóðar komu til baka í leikjum sínum í lokaumferð riðlakeppni EM kvenna í handbolta í kvöld. Hollenska liðið koma til baka og vann sinn leik en þær sænsku gerðu jafntefli. 8. desember 2016 21:41 Króatar og Svartfellingar á heimaleið af EM Króatía og Svartfjallaland eru úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir að bæði þessi lið töpuðu leikjum sínum í í kvöld en þá fór fram lokaumferð riðlakeppninnar. 9. desember 2016 19:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Svíabönunum skellt á jörðina og sendar heim af EM EM-ævintýri Slóvena entist bara í einn leik en liðið er á heimleið af EM kvenna í handbolta eftir tólf marka stórtap á móti Spáni. 8. desember 2016 19:03
Tekst Þóri loks að vinna sigur á Rússum? Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. 9. desember 2016 15:45
Hollensku stelpurnar komu til baka í seinni og unnu Frakka Lið Hollands og Svíþjóðar komu til baka í leikjum sínum í lokaumferð riðlakeppni EM kvenna í handbolta í kvöld. Hollenska liðið koma til baka og vann sinn leik en þær sænsku gerðu jafntefli. 8. desember 2016 21:41
Króatar og Svartfellingar á heimaleið af EM Króatía og Svartfjallaland eru úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir að bæði þessi lið töpuðu leikjum sínum í í kvöld en þá fór fram lokaumferð riðlakeppninnar. 9. desember 2016 19:30