Bryndís Rún Hansen komst ekki í úrslit í 50 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.
Bryndís synti á 26,38 sekúndum sem var lakasti tíminn í undanúrslitunum.
Bryndís var 0,62 sekúndubrotum frá því að komast í úrslit.
Bryndís setti nýtt Íslandsmet í undanrásunum þegar hún synti á 26,22 sekúndum. Hún átti sjálf gamla Íslandsmetið sem var 26,70 sekúndur.

