Óvissa um næstu ríkisstjórn hefur áhrif á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 10:48 Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/GVA „Það hefur enn áhrif að ekki er almennilega vitað hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, um efnahagsþróunina í nýliðnum mánuði. Aukin trú sé hins vegar á að vextir standi í stað eða lækki og hagtölur gefa til kynna sterka stöðu landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef GAMMA. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í nóvember kemur fram að markaðsvísitala GAMMA hafi hækkað um 0,4 prósent í mánuðinum, ríkistryggð skuldabréfavísitala um 0,5 prósent, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hafi lækkað um 0,1 prósent og hlutabréfavísitalan hækkað um 0,5 prósent. Á hlutabréfamarkaði hækkuðu bréf Sjóvá langmest, eða um 9,5 prósent á meðan mesta lækkun varð á bréfum Granda og Marel, um 2,6 prósent og 2,2 prósent. „Á hlutabréfamarkaði hefur framvindan haldist svipuð milli mánaða, þar sem fram kemur munur á þróuninni hjá innlendum hlutafélögum og svo hinum sem frekar verða fyrir áhrifum af þróun erlendis og styrkingu krónunnar,“ segir Valdimar. Þessi mismunur skili sér líka í því að sjóðir sem séu „þungir af íslenskum félögum“ hafi skilað ávöxtun umfram vísitöluna, sem sé dregin aðeins niður af félögum á borð við Icelandair og Marel sem hafi lækkað síðustu misseri. Valdimar Ármann.Mynd/Svenni Speight Krónan hefur áhrif á gengiHækkun bréfa Sjóvár í mánuðinum segir Valdimar að skýrist af góðu uppgjöri sem félagið hafi skilað í lok október, en lækkun á gengi bréfa Marel og Granda skýrist svo að hluta af styrkingu krónunnar. „Marel er einfaldlega erlent fyrirtæki þannig að þó svo að fyrirtækinu gangi vel og ávöxtun hjá því sé ágæt í evrum talið og verðmat fyrirtækisins jafnvel að hækka í evrum, þá nær fyrirtækið ekki, vegna styrkingar krónunnar, að hækka í krónum talið,“ segir Valdimar. Og búist markaðurinn við áframhaldandi styrkingu krónunnar þá geti það haft letjandi áhrif á viðskipti með bréf Marel hér á landi. „Þetta hefur í raun ekkert með reksturinn á sjálfu fyrirtækinu að gera.“ Þá verði Grandi líka fyrir beinum áhrifum af styrkingu krónunnar sem skýri lækkunina þar að hluta. „Grandi er með erlendar tekjur, selur fisk í erlendri mynt, þannig að þær tekjur, þegar þeim er skipt yfir í krónur eru að lækka.“ Við bætist svo að Grandi sé í þeim hópi fyrirtækja sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af óvissu um skipun næstu ríkisstjórnar. „Ef veiðileyfagjald verður hækkað, sett á auðlindagjald, eða kvótakerfinu umbylt þá er þetta náttúrlega félag sem verður fyrir beinum áhrifum af slíku.“ Vextir mögulega að lækka„Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið tiltölulega jákvæður áfram og menn staðfastir á því að vextir fari ekki hækkandi næstu mánuði og frekar von á því að þeir fari lækkandi.“ Í þessum efnum segir Valdimar meðal annars horft til síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans, þar sem vöxtum var haldið óbreyttum, en fram kom í fundargerð peningastefnunefndar að tveir nefndarmenn hafi viljað lækka vexti um 0,25 prósentustig. „Það sýnir að vextir á Íslandi eru að fara að standa í stað og mögulega lækka. Það hefur stutt við skuldabréfamarkaðinn áfram og sama á við um hlutabréfamarkaðinn.“ Heilt yfir hafi hins vegar enn töluverð áhrif á þróunina á markaði áframhaldandi sveiflur í kring um fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum. „Uppi er mikil óvissa um hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar. Þessi óvissa leiði til þess að fjárfestar haldi að einhverju leyti að sér höndum á meðan hún sé uppi og gæti mögulega farið að hafa áhrif á ákvarðanir hjá fyrirtækjum, þó þess sjáist ekki merki enn. Fréttir af flugi Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Það hefur enn áhrif að ekki er almennilega vitað hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, um efnahagsþróunina í nýliðnum mánuði. Aukin trú sé hins vegar á að vextir standi í stað eða lækki og hagtölur gefa til kynna sterka stöðu landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef GAMMA. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í nóvember kemur fram að markaðsvísitala GAMMA hafi hækkað um 0,4 prósent í mánuðinum, ríkistryggð skuldabréfavísitala um 0,5 prósent, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hafi lækkað um 0,1 prósent og hlutabréfavísitalan hækkað um 0,5 prósent. Á hlutabréfamarkaði hækkuðu bréf Sjóvá langmest, eða um 9,5 prósent á meðan mesta lækkun varð á bréfum Granda og Marel, um 2,6 prósent og 2,2 prósent. „Á hlutabréfamarkaði hefur framvindan haldist svipuð milli mánaða, þar sem fram kemur munur á þróuninni hjá innlendum hlutafélögum og svo hinum sem frekar verða fyrir áhrifum af þróun erlendis og styrkingu krónunnar,“ segir Valdimar. Þessi mismunur skili sér líka í því að sjóðir sem séu „þungir af íslenskum félögum“ hafi skilað ávöxtun umfram vísitöluna, sem sé dregin aðeins niður af félögum á borð við Icelandair og Marel sem hafi lækkað síðustu misseri. Valdimar Ármann.Mynd/Svenni Speight Krónan hefur áhrif á gengiHækkun bréfa Sjóvár í mánuðinum segir Valdimar að skýrist af góðu uppgjöri sem félagið hafi skilað í lok október, en lækkun á gengi bréfa Marel og Granda skýrist svo að hluta af styrkingu krónunnar. „Marel er einfaldlega erlent fyrirtæki þannig að þó svo að fyrirtækinu gangi vel og ávöxtun hjá því sé ágæt í evrum talið og verðmat fyrirtækisins jafnvel að hækka í evrum, þá nær fyrirtækið ekki, vegna styrkingar krónunnar, að hækka í krónum talið,“ segir Valdimar. Og búist markaðurinn við áframhaldandi styrkingu krónunnar þá geti það haft letjandi áhrif á viðskipti með bréf Marel hér á landi. „Þetta hefur í raun ekkert með reksturinn á sjálfu fyrirtækinu að gera.“ Þá verði Grandi líka fyrir beinum áhrifum af styrkingu krónunnar sem skýri lækkunina þar að hluta. „Grandi er með erlendar tekjur, selur fisk í erlendri mynt, þannig að þær tekjur, þegar þeim er skipt yfir í krónur eru að lækka.“ Við bætist svo að Grandi sé í þeim hópi fyrirtækja sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af óvissu um skipun næstu ríkisstjórnar. „Ef veiðileyfagjald verður hækkað, sett á auðlindagjald, eða kvótakerfinu umbylt þá er þetta náttúrlega félag sem verður fyrir beinum áhrifum af slíku.“ Vextir mögulega að lækka„Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið tiltölulega jákvæður áfram og menn staðfastir á því að vextir fari ekki hækkandi næstu mánuði og frekar von á því að þeir fari lækkandi.“ Í þessum efnum segir Valdimar meðal annars horft til síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans, þar sem vöxtum var haldið óbreyttum, en fram kom í fundargerð peningastefnunefndar að tveir nefndarmenn hafi viljað lækka vexti um 0,25 prósentustig. „Það sýnir að vextir á Íslandi eru að fara að standa í stað og mögulega lækka. Það hefur stutt við skuldabréfamarkaðinn áfram og sama á við um hlutabréfamarkaðinn.“ Heilt yfir hafi hins vegar enn töluverð áhrif á þróunina á markaði áframhaldandi sveiflur í kring um fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum. „Uppi er mikil óvissa um hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar. Þessi óvissa leiði til þess að fjárfestar haldi að einhverju leyti að sér höndum á meðan hún sé uppi og gæti mögulega farið að hafa áhrif á ákvarðanir hjá fyrirtækjum, þó þess sjáist ekki merki enn.
Fréttir af flugi Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira