Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2016 12:05 Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að sögn Georgs Lárussonar. Vísir/Vilhelm Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira