Valsmenn slógu annað úrvalsdeildarlið út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:18 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Ernir 1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira