Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 26-27 | FH-ingar áfram í bikarnum Arnar Geir Halldórsson í KA-heimilinu skrifar 5. desember 2016 15:09 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/anton FH er komið í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla eftir eins marks sigur á Akureyri í KA-heimilinu í kvöld. Lokatölur 26-27 eftir æsispennandi lokamínútur. Akureyringar hófu leikinn af miklum krafti enda mætti liðið fullt sjálfstrausts til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu þó yfirhöndinni fljótt og leiddu leikinn lengstum. Staðan í leikhléi 14-17 fyrir FH. Síðari hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum. FH-ingar voru að spila betur og héldu Akureyringum í hæfilegri fjarlægð framan af. Um miðjan seinni hálfleik smellur hinsvegar vörn heimamanna í gang og ná þeir með mikilli eljusemi að koma sér inn í leikinn. FH-ingar skora ekki mark í tæpar tíu mínútur og Akureyringar ganga á lagið og minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki þrátt fyrir að vera með boltann síðustu mínútu leiksins. Svekkjandi niðurstaða fyrir heimamenn en úrslitin verða að teljast sanngjörn ef litið er yfir leikinn í heild sinni. Það er mikil ábyrgð á herðum ungra leikmanna hjá Akureyri þessa dagana en þeir Patrekur Stefánsson og Róbert Sigurðarson báru sóknarleikinn uppi í kvöld og stóðu sig nokkuð vel. Arnar Þór Fylkisson átti frábæra innkomu í markið og á stóran þátt í því að Akureyri tókst næstum því að koma til baka. FH vörnin var öflug í kvöld og vann marga bolta sem enduðu jafnan í höndum Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann var markahæstur FH-inga með sex mörk, flest þeirra úr hraðaupphlaupum. Ásbjörn Friðriksson er að koma til baka eftir meiðsli en hann sat stærstan hluta leiksins á varamannabekknum. Hann kom hinsvegar inn undir lokin og stýrði sóknarleiknum af festu þegar mest var undir.Sverre: Fullt af bikarævintýrum á Akureyri í vetur Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, bar höfuðið hátt þrátt fyrir tapið og kveðst stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. „Þetta var svekkjandi. Ég er svekktur með fyrri hálfleikinn. Það vantaði uppá þar að gera það sem við ætluðum okkur. Við náum að koma öflugir til baka í seinni og erum í raun bara óheppnir í lokin. Við fengum tækifæri til að jafna en áttum kannski að nýta það betur. Ég er ánægður með frammistöðuna og að koma svona til baka en við gerðum okkur bara erfitt fyrir með spilamennskunni í fyrri hálfleik," segir Sverre. Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks leit ekkert út fyrir að Akureyri ætti einhvern möguleika á úrslitum en öflug endurkoma skilaði því að þeir áttu möguleika á að jafna undir lokin. Hvers vegna byrjuðu þeir ekki fyrr? „Ég veit það ekki. Kannski er það bara af því að við höfum alltaf trú á því að við getum komið til baka. Við trúum, treystum, viljum og ætlum og svo bara smellur það hjá okkur. Það sýnir bara karakterinn í liðinu. Það er auðvitað svekkjandi en ég ætla ekkert að dvelja lengur við þetta. Stöðu okkar vegna í deildinni munum við spila fullt af fleiri bikarleikjum í vetur, það verða því fullt af bikarævintýrum á Akureyri í vetur," sagði Sverre, léttur. Akureyri tefldi fram mjög ungu liði í dag vegna meiðsla reyndari leikmann en Sverre lítur á það jákvæða við meiðslavandræði liðsins. Hann segir ekki von á lykilmönnum úr meiðslum á næstunni. „Nei, nei það er lítið að frétta af því. Við höfum stóran hóp af strákum sem hafa verið í kringum okkur og ekki. Þeir fá bara sénsinn og það er gaman að geta veitt þeim þetta tækifæri. Þeir græða helling á þessu og sumir af þeim sáu til þess að við komum næstum því til baka hérna í kvöld. Ég er mjög ánægður með þeirra frammistöðu," segir Sverre.Halldór Jóhann: Hefði viljað vinna á öruggari hátt Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var sigurreifur eftir leik en viðurkenndi að hann hefði viljað klára leikinn fyrr í ljósi stöðunnar um miðbik síðari hálfleiks. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn og að við skulum hafa haldið þetta út en við gerðum okkur þetta virkilega erfitt fyrir. Við lentum í mótlæti í síðari hálfleik og þeir setja mikla pressu á okkur. Við klikkum svolítið og förum að gera mistök. Það tilheyrir því að vera með ungt lið. Ég hefði viljað vinna þetta á öruggari hátt en við tökum þetta og erum komnir áfram í næstu umferð sem er mikið gleðiefni. Það er hluti af okkar áformum að fara alla leið í bikarnum," segir Halldór Jóhann. En hvernig útskýrir hann spilamennsku síns liðs á lokamínútunum? „Arnar (Þór Fylkisson, markvörður Akureyrar) kom inn í markið og við förum að skjóta í hann. Við tókum slæmar ákvarðanir og það er svo stutt á milli í þessu. Við erum á erfiðum útivelli og áhorfendur setja mikla pressu á útiliðið. Þetta er bara hluti af þessu og hluti af lærdómi fyrir mína leikmenn. Akureyrarliðið er þannig lið að það gefst aldrei upp, sérstaklega á heimavelli." Halldór Jóhann þekkir KA-heimilið betur en margir aðrir enda lék hann um árabil fyrir KA við góðan orðstír. Hann hvetur leikmenn sína til að læra af þeirri frábæru reynslu sem það er að spila í KA-heimilinu. „Ég held að það sé erfitt fyrir öll útilið að koma hingað og spila. Þetta er frábært hús og hefur mikla sál. Þetta hús hefur aukamörk og aukavarnir sem maður á inni þegar maður spilar hérna á heimavelli, ég þekki það vel sjálfur. Þetta er gríðarlegur skóli fyrir mína leikmenn. Það eru ekkert margir svona leikir á ári, fyrr en þú ert kominn í úrslitakeppnina; þar sem er svona mikil pressa frá áhorfendum og það er gaman að koma í svona hús að spila. Þetta á í raun að ýta undir getuna hjá hverjum manni." Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
FH er komið í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla eftir eins marks sigur á Akureyri í KA-heimilinu í kvöld. Lokatölur 26-27 eftir æsispennandi lokamínútur. Akureyringar hófu leikinn af miklum krafti enda mætti liðið fullt sjálfstrausts til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu þó yfirhöndinni fljótt og leiddu leikinn lengstum. Staðan í leikhléi 14-17 fyrir FH. Síðari hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum. FH-ingar voru að spila betur og héldu Akureyringum í hæfilegri fjarlægð framan af. Um miðjan seinni hálfleik smellur hinsvegar vörn heimamanna í gang og ná þeir með mikilli eljusemi að koma sér inn í leikinn. FH-ingar skora ekki mark í tæpar tíu mínútur og Akureyringar ganga á lagið og minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki þrátt fyrir að vera með boltann síðustu mínútu leiksins. Svekkjandi niðurstaða fyrir heimamenn en úrslitin verða að teljast sanngjörn ef litið er yfir leikinn í heild sinni. Það er mikil ábyrgð á herðum ungra leikmanna hjá Akureyri þessa dagana en þeir Patrekur Stefánsson og Róbert Sigurðarson báru sóknarleikinn uppi í kvöld og stóðu sig nokkuð vel. Arnar Þór Fylkisson átti frábæra innkomu í markið og á stóran þátt í því að Akureyri tókst næstum því að koma til baka. FH vörnin var öflug í kvöld og vann marga bolta sem enduðu jafnan í höndum Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann var markahæstur FH-inga með sex mörk, flest þeirra úr hraðaupphlaupum. Ásbjörn Friðriksson er að koma til baka eftir meiðsli en hann sat stærstan hluta leiksins á varamannabekknum. Hann kom hinsvegar inn undir lokin og stýrði sóknarleiknum af festu þegar mest var undir.Sverre: Fullt af bikarævintýrum á Akureyri í vetur Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, bar höfuðið hátt þrátt fyrir tapið og kveðst stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. „Þetta var svekkjandi. Ég er svekktur með fyrri hálfleikinn. Það vantaði uppá þar að gera það sem við ætluðum okkur. Við náum að koma öflugir til baka í seinni og erum í raun bara óheppnir í lokin. Við fengum tækifæri til að jafna en áttum kannski að nýta það betur. Ég er ánægður með frammistöðuna og að koma svona til baka en við gerðum okkur bara erfitt fyrir með spilamennskunni í fyrri hálfleik," segir Sverre. Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks leit ekkert út fyrir að Akureyri ætti einhvern möguleika á úrslitum en öflug endurkoma skilaði því að þeir áttu möguleika á að jafna undir lokin. Hvers vegna byrjuðu þeir ekki fyrr? „Ég veit það ekki. Kannski er það bara af því að við höfum alltaf trú á því að við getum komið til baka. Við trúum, treystum, viljum og ætlum og svo bara smellur það hjá okkur. Það sýnir bara karakterinn í liðinu. Það er auðvitað svekkjandi en ég ætla ekkert að dvelja lengur við þetta. Stöðu okkar vegna í deildinni munum við spila fullt af fleiri bikarleikjum í vetur, það verða því fullt af bikarævintýrum á Akureyri í vetur," sagði Sverre, léttur. Akureyri tefldi fram mjög ungu liði í dag vegna meiðsla reyndari leikmann en Sverre lítur á það jákvæða við meiðslavandræði liðsins. Hann segir ekki von á lykilmönnum úr meiðslum á næstunni. „Nei, nei það er lítið að frétta af því. Við höfum stóran hóp af strákum sem hafa verið í kringum okkur og ekki. Þeir fá bara sénsinn og það er gaman að geta veitt þeim þetta tækifæri. Þeir græða helling á þessu og sumir af þeim sáu til þess að við komum næstum því til baka hérna í kvöld. Ég er mjög ánægður með þeirra frammistöðu," segir Sverre.Halldór Jóhann: Hefði viljað vinna á öruggari hátt Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var sigurreifur eftir leik en viðurkenndi að hann hefði viljað klára leikinn fyrr í ljósi stöðunnar um miðbik síðari hálfleiks. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn og að við skulum hafa haldið þetta út en við gerðum okkur þetta virkilega erfitt fyrir. Við lentum í mótlæti í síðari hálfleik og þeir setja mikla pressu á okkur. Við klikkum svolítið og förum að gera mistök. Það tilheyrir því að vera með ungt lið. Ég hefði viljað vinna þetta á öruggari hátt en við tökum þetta og erum komnir áfram í næstu umferð sem er mikið gleðiefni. Það er hluti af okkar áformum að fara alla leið í bikarnum," segir Halldór Jóhann. En hvernig útskýrir hann spilamennsku síns liðs á lokamínútunum? „Arnar (Þór Fylkisson, markvörður Akureyrar) kom inn í markið og við förum að skjóta í hann. Við tókum slæmar ákvarðanir og það er svo stutt á milli í þessu. Við erum á erfiðum útivelli og áhorfendur setja mikla pressu á útiliðið. Þetta er bara hluti af þessu og hluti af lærdómi fyrir mína leikmenn. Akureyrarliðið er þannig lið að það gefst aldrei upp, sérstaklega á heimavelli." Halldór Jóhann þekkir KA-heimilið betur en margir aðrir enda lék hann um árabil fyrir KA við góðan orðstír. Hann hvetur leikmenn sína til að læra af þeirri frábæru reynslu sem það er að spila í KA-heimilinu. „Ég held að það sé erfitt fyrir öll útilið að koma hingað og spila. Þetta er frábært hús og hefur mikla sál. Þetta hús hefur aukamörk og aukavarnir sem maður á inni þegar maður spilar hérna á heimavelli, ég þekki það vel sjálfur. Þetta er gríðarlegur skóli fyrir mína leikmenn. Það eru ekkert margir svona leikir á ári, fyrr en þú ert kominn í úrslitakeppnina; þar sem er svona mikil pressa frá áhorfendum og það er gaman að koma í svona hús að spila. Þetta á í raun að ýta undir getuna hjá hverjum manni."
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira