Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 11:00 Edda Heiðrún Backman, Jenna Jensdóttir, Margrét Indriðadóttir, Gunnar Eyjólfsson, Ragnhildur Helgadóttir og Erlingur Gíslason féllu öll frá á árinu. Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi ráðherra, einhverjir ástsælustu listamenn landsins, einn vinsælasti barnabókahöfundurinn og fyrrverandi fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug.StjórnmálinEggert Haukdal, bóndi og fyrrverandi þingmaður, lést 2. mars, 82 ára að aldri. Eggert var þingmaður Suðurlands fyrir Sjálfstæðisflokk á árunum 1978 til 1995. Hann var utan þó utan flokka á árunum 1979 til 1980.Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík, lést í nóvember, 80 ára að aldri. Hann átti sæti í bæjarstjórn Keflavíkur á árunum 1976 til 1994 og gegndi embætti bæjarstjóra á árunum 1988 til 1990.Jón Skaftason, fyrrverandi þingmaður, andaðist 3. júní, 89 ára að aldri. Jón var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi á árunum 1959 til 1978. Að þingmennsku lokinni gegndi Jón embætti yfirborgarfógeta í Reykjavík á árunum 1979 til 1992 og sýslumanns í Reykjavík 1992 til 1994.Kristín Halldórsdóttir komst á þing árið 1983.Mynd/AlþingiKristín Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður, lést þann 14. júlí, 76 ára að aldri. Kristín var ein þriggja kvenna sem náði kosningu til þings þegar stofnað var til Samtaka um kvennalista fyrir þingkosningarnar 1983. Hún sat á þingi á árunum 1983 til 1989 og 1995 til 1999. Kristín var þingmaður Reykjaness.Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og forseti neðri deildar Alþingi, lést 29. janúar, 85 ára að aldri. Ragnhildur var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1956 til 1963, 1971 til 1979 og 1983 til 1991. Þá var hún ráðherra menntamálaráðherra á árunum 1983 til 1985 og heilbrigðis- og tryggingamála 1985 til 1987, auk þess að gegna embætti forseti neðri deildar þingsins á árunum 1961 til 1962 og 1974 til 1978.Stefán Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og þingmaður, lést 23. mars, níræður að aldri. Stefán var þingmaður Alþýðuflokksins á árunum 1971 til 1974.Steinunn Finnbogadóttir, ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra lést í desember, 92 ára að aldri. Steinunn var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970 til 1974 og varaborgarfulltrúi 1974 til 1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973.Menning og listirEdda Heiðrún Backman, leikkona og myndlistarkona, lést 1. október, 58 ára að aldri. Edda Heiðrún útskrifaðist með leikarapróf frá Leiklistarskólanum árið 1983 og átti farsælan leikaraferil að baki bæði í sjónvarpi og á sviði. Hún greindist með MND árið 2004 sem varð til þess að hún hætti leiklistinni og sneri sér að leikstjórn. Á síðari árum gerði hún garðinn frægan sem myndlistarkona þar sem hún málaði bæði vatnslita- og olíumyndir með munninum.Eiríkur Smith Finnbogason listmálari lést þann 9. september, 91 árs að aldri. Eiríkur hélt á starfsævi sinni fjölda einkasýninga auk þess að taka þátt í samsýningum.Erlingur Gíslason leikari lést þann 8. mars, 82 ára gamall. Erlingur starfaði leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess að hann fór með hlutverk í fjölda hlutverka í kvikmyndum, sjónvarps- og útvarpsþáttum.Gunnar Eyjólfsson leikari lést 21. nóvember, níræður að aldri. Hann lék í vel á annað hundrað leiksýningum, flestar í Þjóðleikhúsinu, á löngum og farsælum ferli. Hann hóf sinn leikferil í sýningunni Kaupmaður í Feneyjum með Leikfélagi Reykjavíkur árið 1945 og varð fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið árið 1961 þar sem hann fór með fjölda burðarhlutverka. Meðal annars lék hann titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet, Fást, Ödípus konungi og Galdra-Lofti. Þá lék Gunnar í fjölda kvikmynda, sjónvarpsmynda og útvarpsleikrita, meðal annars í Milli fjalls og fjöru, 79 af stöðinni, Atómstöðinni, Hafinu, Mömmu Gógó, Lénharði fógeta og Paradísarheimt.Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri.Vísir/GVAHallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, lést í janúar 63 ára að aldri. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, lést í nóvember, 74 ára að aldri. Fyrsta ljóðabók Ingibjargar kom út 1974, en eftir hana liggja fimm ljóðabækur, tvö ljóðasöfn og endurminningabók. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð, en bókin var einnig tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.Jenna Jensdóttir, rithöfundur og kennari, lést í mars, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum, en Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju í Reykjavík, lést 1. apríl, 69 ára að aldri. Á starfsferli sínum byggði Jón upp viðamikið kórstarf með kórum Langholtskirkju.Ólöf Eldjárn, þýðandi og ritstjóri, lést þann 15. ágúst, 69 ára að aldri. Ólöf starfaði lengi sem verslunarstjóri Bóksölu stúdenta, var ritstjóri hjá Bókaforlagi Máls og menningar og síðar Eddu útgáfu á árunum 1990 til 2007, þar sem hún stýrði meðal annars fræðirita- og fagbókaútgáfu undir merkjum Heimskringlu. Síðustu árin var Ólöf sjálfstætt starfandi þýðandi og yfirlesari.Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður lést í nóvember, 86 ára að aldri. Páll vann að gerð fjölda heimildarmynda um náttúru og dýralíf, en hann var einn af stofnendum Félags kvikmyndagerðarmanna.Þráinn Karlsson leikari lést þann 22. maí, 76 ár að aldri. Hann hóf að leika með Leikfélagi Akureyrar árið 1956 og varð þar fastráðinn þegar það varð að atvinnuleikhúsi 1971.Alyson J.K. Bailes var bresk en starfaði lengi á Íslandi og bar sterkar taugar til landsins.Vísir/ValliSkólar, íþróttir, fjölmiðlar og fleiraAlyson J.K. Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi 29. apríl, 67 ára að aldri. Hin skoska Alyson starfaði í bresku utanríkisþjónustunni um þrjátíu ára skeið og var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi á árunum 2002 til 2007. Hún tók að því loknu við starfi aðjúnkts við Háskóla Íslands og bar sterkar taugar til Íslands.Árni Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í Kópavogi, lést 16. september. Árni fæddist 1927 og var sóknarprestur í Kársnesprestakalli í Kópavogi 1971 til 1990 og svo á Borg á Mýrum á árunum 1990 til 1995.Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglukona lést þann 22. desember, 67 ára að aldri. Hún var önnur af tveimur fyrstu konunum til að gegna almennum lögreglustörfum á Íslandi. Hún var mikill brautryðjandi í meðferð kynferðisbrota innan lögreglunna og var ein af stofnendum Stígamóta.Einar Laxness sagnfræðingur lést 23. maí, 84 ára að aldri. Einar var forseti Sögufélags 1978 til 1988 og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, á árunum 1973 til 1978. Eftir hann liggur fjöldi ritverka, greina og ritgerða.Friðrik Ásmundsson, skipstjóri og fyrrverandi skólastjóri, lést þann 19. nóvember, 81 árs að aldri. Hann varð skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1975 og gegndi stöðunni í heil 27 ár. Guðrún Ólafía Jónsdóttir arkitekt lést þann 2. september, 81 árs að aldri. Hún stýrði TGJ – Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, frá árinu 1984, en hafði þar áður verið forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur á árunum 1980 til 1984.Guðríður Ósk Elíasdóttir, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambandsins og fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, lést í janúar, 93 ára að aldri.Ingunn Einarsdóttir, ein fyrsta afrekskona Íslendinga í frjálsum íþróttum, lést í nóvember, 61 árs að aldri. Ingunn var mikill brautryðjandi kvenna í íþróttum og var á tímabili ósigrandi í spretthlaupum hér á landi. Átti hún fjölda landsmeta í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. Katrín Pálsdóttir.Vísir/GVAKatrín Pálsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, lést í október, 67 ára að aldri. Hún starfaði á Fréttastofu útvarpsins frá árinu 1982 til 1987 og á Fréttastofu Sjónvarpsins frá árinu 1987 til 2007. Þá starfaði hún um tíma sem dagskrárstjóri Rásar 2 og sem stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Síðustu ár starfaði hún hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og var formaður menningarnefndar Seltjarnarnessbæjar.Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, lést þann 18. maí. Hún fæddist árið 1923 og vann á fréttastofu Útvarps frá 1949 til 1986 og varð árið 1968 fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna stöðu fréttastjóra á ríkisfjölmiðli. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi ráðherra, einhverjir ástsælustu listamenn landsins, einn vinsælasti barnabókahöfundurinn og fyrrverandi fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug.StjórnmálinEggert Haukdal, bóndi og fyrrverandi þingmaður, lést 2. mars, 82 ára að aldri. Eggert var þingmaður Suðurlands fyrir Sjálfstæðisflokk á árunum 1978 til 1995. Hann var utan þó utan flokka á árunum 1979 til 1980.Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík, lést í nóvember, 80 ára að aldri. Hann átti sæti í bæjarstjórn Keflavíkur á árunum 1976 til 1994 og gegndi embætti bæjarstjóra á árunum 1988 til 1990.Jón Skaftason, fyrrverandi þingmaður, andaðist 3. júní, 89 ára að aldri. Jón var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi á árunum 1959 til 1978. Að þingmennsku lokinni gegndi Jón embætti yfirborgarfógeta í Reykjavík á árunum 1979 til 1992 og sýslumanns í Reykjavík 1992 til 1994.Kristín Halldórsdóttir komst á þing árið 1983.Mynd/AlþingiKristín Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður, lést þann 14. júlí, 76 ára að aldri. Kristín var ein þriggja kvenna sem náði kosningu til þings þegar stofnað var til Samtaka um kvennalista fyrir þingkosningarnar 1983. Hún sat á þingi á árunum 1983 til 1989 og 1995 til 1999. Kristín var þingmaður Reykjaness.Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og forseti neðri deildar Alþingi, lést 29. janúar, 85 ára að aldri. Ragnhildur var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1956 til 1963, 1971 til 1979 og 1983 til 1991. Þá var hún ráðherra menntamálaráðherra á árunum 1983 til 1985 og heilbrigðis- og tryggingamála 1985 til 1987, auk þess að gegna embætti forseti neðri deildar þingsins á árunum 1961 til 1962 og 1974 til 1978.Stefán Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og þingmaður, lést 23. mars, níræður að aldri. Stefán var þingmaður Alþýðuflokksins á árunum 1971 til 1974.Steinunn Finnbogadóttir, ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra lést í desember, 92 ára að aldri. Steinunn var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970 til 1974 og varaborgarfulltrúi 1974 til 1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973.Menning og listirEdda Heiðrún Backman, leikkona og myndlistarkona, lést 1. október, 58 ára að aldri. Edda Heiðrún útskrifaðist með leikarapróf frá Leiklistarskólanum árið 1983 og átti farsælan leikaraferil að baki bæði í sjónvarpi og á sviði. Hún greindist með MND árið 2004 sem varð til þess að hún hætti leiklistinni og sneri sér að leikstjórn. Á síðari árum gerði hún garðinn frægan sem myndlistarkona þar sem hún málaði bæði vatnslita- og olíumyndir með munninum.Eiríkur Smith Finnbogason listmálari lést þann 9. september, 91 árs að aldri. Eiríkur hélt á starfsævi sinni fjölda einkasýninga auk þess að taka þátt í samsýningum.Erlingur Gíslason leikari lést þann 8. mars, 82 ára gamall. Erlingur starfaði leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess að hann fór með hlutverk í fjölda hlutverka í kvikmyndum, sjónvarps- og útvarpsþáttum.Gunnar Eyjólfsson leikari lést 21. nóvember, níræður að aldri. Hann lék í vel á annað hundrað leiksýningum, flestar í Þjóðleikhúsinu, á löngum og farsælum ferli. Hann hóf sinn leikferil í sýningunni Kaupmaður í Feneyjum með Leikfélagi Reykjavíkur árið 1945 og varð fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið árið 1961 þar sem hann fór með fjölda burðarhlutverka. Meðal annars lék hann titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet, Fást, Ödípus konungi og Galdra-Lofti. Þá lék Gunnar í fjölda kvikmynda, sjónvarpsmynda og útvarpsleikrita, meðal annars í Milli fjalls og fjöru, 79 af stöðinni, Atómstöðinni, Hafinu, Mömmu Gógó, Lénharði fógeta og Paradísarheimt.Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri.Vísir/GVAHallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, lést í janúar 63 ára að aldri. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, lést í nóvember, 74 ára að aldri. Fyrsta ljóðabók Ingibjargar kom út 1974, en eftir hana liggja fimm ljóðabækur, tvö ljóðasöfn og endurminningabók. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð, en bókin var einnig tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.Jenna Jensdóttir, rithöfundur og kennari, lést í mars, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum, en Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju í Reykjavík, lést 1. apríl, 69 ára að aldri. Á starfsferli sínum byggði Jón upp viðamikið kórstarf með kórum Langholtskirkju.Ólöf Eldjárn, þýðandi og ritstjóri, lést þann 15. ágúst, 69 ára að aldri. Ólöf starfaði lengi sem verslunarstjóri Bóksölu stúdenta, var ritstjóri hjá Bókaforlagi Máls og menningar og síðar Eddu útgáfu á árunum 1990 til 2007, þar sem hún stýrði meðal annars fræðirita- og fagbókaútgáfu undir merkjum Heimskringlu. Síðustu árin var Ólöf sjálfstætt starfandi þýðandi og yfirlesari.Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður lést í nóvember, 86 ára að aldri. Páll vann að gerð fjölda heimildarmynda um náttúru og dýralíf, en hann var einn af stofnendum Félags kvikmyndagerðarmanna.Þráinn Karlsson leikari lést þann 22. maí, 76 ár að aldri. Hann hóf að leika með Leikfélagi Akureyrar árið 1956 og varð þar fastráðinn þegar það varð að atvinnuleikhúsi 1971.Alyson J.K. Bailes var bresk en starfaði lengi á Íslandi og bar sterkar taugar til landsins.Vísir/ValliSkólar, íþróttir, fjölmiðlar og fleiraAlyson J.K. Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi 29. apríl, 67 ára að aldri. Hin skoska Alyson starfaði í bresku utanríkisþjónustunni um þrjátíu ára skeið og var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi á árunum 2002 til 2007. Hún tók að því loknu við starfi aðjúnkts við Háskóla Íslands og bar sterkar taugar til Íslands.Árni Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í Kópavogi, lést 16. september. Árni fæddist 1927 og var sóknarprestur í Kársnesprestakalli í Kópavogi 1971 til 1990 og svo á Borg á Mýrum á árunum 1990 til 1995.Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglukona lést þann 22. desember, 67 ára að aldri. Hún var önnur af tveimur fyrstu konunum til að gegna almennum lögreglustörfum á Íslandi. Hún var mikill brautryðjandi í meðferð kynferðisbrota innan lögreglunna og var ein af stofnendum Stígamóta.Einar Laxness sagnfræðingur lést 23. maí, 84 ára að aldri. Einar var forseti Sögufélags 1978 til 1988 og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, á árunum 1973 til 1978. Eftir hann liggur fjöldi ritverka, greina og ritgerða.Friðrik Ásmundsson, skipstjóri og fyrrverandi skólastjóri, lést þann 19. nóvember, 81 árs að aldri. Hann varð skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1975 og gegndi stöðunni í heil 27 ár. Guðrún Ólafía Jónsdóttir arkitekt lést þann 2. september, 81 árs að aldri. Hún stýrði TGJ – Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, frá árinu 1984, en hafði þar áður verið forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur á árunum 1980 til 1984.Guðríður Ósk Elíasdóttir, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambandsins og fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, lést í janúar, 93 ára að aldri.Ingunn Einarsdóttir, ein fyrsta afrekskona Íslendinga í frjálsum íþróttum, lést í nóvember, 61 árs að aldri. Ingunn var mikill brautryðjandi kvenna í íþróttum og var á tímabili ósigrandi í spretthlaupum hér á landi. Átti hún fjölda landsmeta í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. Katrín Pálsdóttir.Vísir/GVAKatrín Pálsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, lést í október, 67 ára að aldri. Hún starfaði á Fréttastofu útvarpsins frá árinu 1982 til 1987 og á Fréttastofu Sjónvarpsins frá árinu 1987 til 2007. Þá starfaði hún um tíma sem dagskrárstjóri Rásar 2 og sem stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Síðustu ár starfaði hún hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og var formaður menningarnefndar Seltjarnarnessbæjar.Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, lést þann 18. maí. Hún fæddist árið 1923 og vann á fréttastofu Útvarps frá 1949 til 1986 og varð árið 1968 fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna stöðu fréttastjóra á ríkisfjölmiðli.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00