Brady sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 10:30 Stuðningsmenn Patriots voru með þetta allt á hreinu í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira