Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:08 Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54