Handbolti

Guttinn kom með til Póllands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hægri vængurinn í íslenska landsliðinu; Þórey Rósa og Birna Berg Haraldsdóttir.
Hægri vængurinn í íslenska landsliðinu; Þórey Rósa og Birna Berg Haraldsdóttir. vísir/ernir
Sonur Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, sem verður tíu mánaða í næsta mánuði, hefur fengið að fylgja móður sinni á æfingar og í keppnisferðir, bæði í Noregi og með íslenska landsliðinu. Guttinn var þannig með í för þegar Ísland fór í æfingaferð til Póllands í síðasta mánuði.

„Hann var mjög sáttur, enda með sextán píur að leika við sig,“ segir Þórey Rósa í léttum dúr en móðursystir hennar var einnig með í för sem barnapía. Hún hefur einnig mætt góðum skilningi hjá félagsliði sínu.

„Við erum tvær í liðinu með ung börn og það hefur hjálpað til. En aðalatriðið er skipulag og að vera innstilltur á að þetta sé erfitt. Ég viðurkenni að þetta hefur verið krefjandi haust en maður þarf að mæta þessu með ákveðnu kæruleysi og leyfa hlutunum að hafa sinn gang.“

Þórey þarf að keyra í 50 mínútur til að komast á æfingu og sem betur fer er sonur hennar góður í bíl og sefur yfirleitt á meðan ferðalagið varir. „Það er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir hún og hlær.


Tengdar fréttir

Vildi koma sterkari til baka

Þórey Rósa Stefánsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir barneignarleyfi. Hún er í hópi markahæstu leikmanna norsku deildarinnar og segir að móðurhlutverkið hafi fært sér meiri ró inni á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×