Þremenningarnir sýknaðir eftir að fórnarlömbin drógu framburð sinn til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2016 10:52 Mennirnir þrír með verjendum sínum. vísir/gva Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00