Raunhæft að komast á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið sem keppir í forkeppni fyrir HM 2017 í Færeyjum um helgina. vísir/ernir Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita