Allt sem er raunhæft verið reynt Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2016 18:41 Miðju- og vinstriflokkarnir fimm freista þess aftur að mynda ríkisstjórn. Á þeim þrjátíu og þremur dögum sem liðnir eru frá alþingiskosningum hafa nær allir raunhæfir valkostir við stjórnarmyndun verið reyndir. Í dag slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna meðal annars vegna ágreinings um skattamál. „Í einföldu máli þá var bara of langt á milli flokkanna. Þetta hefði kostað talsverðar málamiðlanir. Þetta eru líka flokkar sem hafa lengi eldað grátt silfur. Engu að síður þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir þá var mjög mikilvægt fyrir þessa tvo flokka að setjast yfir þessi mál og ræða þau við þær aðstæður sem hafa verið uppi. Við vorum endanlega sammála um það í dag að það var ekki grundvöllur til að halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins um ástæður þess að það slitnaði upp úr þessum viðræðum. Nauðsynlegt að kanna grundvöll þjóðstjórnar „Hvað gerist á þessu augnabliki, það er áframhaldandi óvissa um hvað gerist. Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að slá af kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki næst að mynda hefðbunda meirihlutastjórn um tilteknar hugmyndafræðilegar áherslur,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þegar talað er um þjóðstjórn er vísað til ríkisstjórnar sem er mynduð af öllum eða velflestum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi. Það hefur einu sinni gerst hér á landi, hinn 17. apríl 1939 þegar mynduð var þjóðstjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar. Ríkisstjórnin var mynduð með þátttöku Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og naut stuðnings Bændaflokksins. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu en ríkisstjórnin starfaði til 1942.Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur fylgst með á hliðarlínunni síðustu daga og einbeitt sér að verkefnum í forsætisráðuneytinu. Þing hefur verið boðað 6. desember og er stefnt að því að ljúka samþykkt fjárlagafrumvarps fyrir jól. „Það er skilgreiningaratriði hvað er stjórnarkreppa en það tekur greinilega mjög langan tíma að mynda meirihlutastjórn. Það er rétt sem þú segir, það er búið að mynda hægristjórn, það er búið að mynda vinstristjórn, það er búið að reyna að ná vinstrinu og hægrinu saman. Þá er kannski spurning hvað er eftir,“ segir Sigurður Ingi.Staðan er flókin. Það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur.Myndvinnsla/Garðar„Það má spyrja sig hvort við séum farin að nálgast það (þjóðstjórn). Fimm flokkar af sjö hafa talað saman. Langflestir flokkar hafa í einhverri mynd talað við einhvern. Þannig að það er alveg augljóst að við þurfum að vera meira skapandi við þetta,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Síðustu daga meðan Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur funduðu áttu sér stað samtöl milli fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Þessir flokkar vlija freista þess að taka upp þráðinn með VG og reyna aftur að mynda 5 flokka stjórn. „Tilgangurinn með þeim viðræðum var að reyna að átta sig hver hefði verið munurinn í meginmálum milli þessara fjögurra flokka. Við töldum að það hefði verið gott rúm til þess að ræða það meðan að VG og Sjálfstæðisflokkur voru að ræða það sín á milli,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Þarf ekki bara að mynda þjóðstjórn?„Það er von að spurt sé. Auðvitað verðum við að átta okkur á því að það verður að vera einhver ríkisstjórn í þessu landi.“ Smári McCarthy þingmaður Pírata segist vona til þess að flokkarnir fimm geti myndað stjórn en segir að þjóðstjórn sé einn af möguleikunum sem séu fyrir hendi. Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Miðju- og vinstriflokkarnir fimm freista þess aftur að mynda ríkisstjórn. Á þeim þrjátíu og þremur dögum sem liðnir eru frá alþingiskosningum hafa nær allir raunhæfir valkostir við stjórnarmyndun verið reyndir. Í dag slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna meðal annars vegna ágreinings um skattamál. „Í einföldu máli þá var bara of langt á milli flokkanna. Þetta hefði kostað talsverðar málamiðlanir. Þetta eru líka flokkar sem hafa lengi eldað grátt silfur. Engu að síður þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir þá var mjög mikilvægt fyrir þessa tvo flokka að setjast yfir þessi mál og ræða þau við þær aðstæður sem hafa verið uppi. Við vorum endanlega sammála um það í dag að það var ekki grundvöllur til að halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins um ástæður þess að það slitnaði upp úr þessum viðræðum. Nauðsynlegt að kanna grundvöll þjóðstjórnar „Hvað gerist á þessu augnabliki, það er áframhaldandi óvissa um hvað gerist. Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að slá af kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki næst að mynda hefðbunda meirihlutastjórn um tilteknar hugmyndafræðilegar áherslur,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þegar talað er um þjóðstjórn er vísað til ríkisstjórnar sem er mynduð af öllum eða velflestum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi. Það hefur einu sinni gerst hér á landi, hinn 17. apríl 1939 þegar mynduð var þjóðstjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar. Ríkisstjórnin var mynduð með þátttöku Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og naut stuðnings Bændaflokksins. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu en ríkisstjórnin starfaði til 1942.Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur fylgst með á hliðarlínunni síðustu daga og einbeitt sér að verkefnum í forsætisráðuneytinu. Þing hefur verið boðað 6. desember og er stefnt að því að ljúka samþykkt fjárlagafrumvarps fyrir jól. „Það er skilgreiningaratriði hvað er stjórnarkreppa en það tekur greinilega mjög langan tíma að mynda meirihlutastjórn. Það er rétt sem þú segir, það er búið að mynda hægristjórn, það er búið að mynda vinstristjórn, það er búið að reyna að ná vinstrinu og hægrinu saman. Þá er kannski spurning hvað er eftir,“ segir Sigurður Ingi.Staðan er flókin. Það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur.Myndvinnsla/Garðar„Það má spyrja sig hvort við séum farin að nálgast það (þjóðstjórn). Fimm flokkar af sjö hafa talað saman. Langflestir flokkar hafa í einhverri mynd talað við einhvern. Þannig að það er alveg augljóst að við þurfum að vera meira skapandi við þetta,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Síðustu daga meðan Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur funduðu áttu sér stað samtöl milli fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Þessir flokkar vlija freista þess að taka upp þráðinn með VG og reyna aftur að mynda 5 flokka stjórn. „Tilgangurinn með þeim viðræðum var að reyna að átta sig hver hefði verið munurinn í meginmálum milli þessara fjögurra flokka. Við töldum að það hefði verið gott rúm til þess að ræða það meðan að VG og Sjálfstæðisflokkur voru að ræða það sín á milli,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Þarf ekki bara að mynda þjóðstjórn?„Það er von að spurt sé. Auðvitað verðum við að átta okkur á því að það verður að vera einhver ríkisstjórn í þessu landi.“ Smári McCarthy þingmaður Pírata segist vona til þess að flokkarnir fimm geti myndað stjórn en segir að þjóðstjórn sé einn af möguleikunum sem séu fyrir hendi.
Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira