Formaður Viðreisnar: Stjórnmálaflokkarnir verið of fljótir á sér í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:05 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir „Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir liggur að Viðreisn og Björt framtíð ræddu óformlega við Pírata og Samfylkinguna í gær og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Vísi í dag að það benti frekar til þess að flokkarnir vilji mynda fimm flokka stjórn en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðismönnum. Viðreisn og Björt framtíð hafa verið í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum vegna mögulegrar myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum annars vegar og VG, Samfylkingunni og Pírötum hins vegar en Benedikt gefur lítið upp um hvað er í spilunum nú. Þó segist hann tilbúinn til að halda áfram samtalinu við Pírata og Samfylkinguna ásamt Bjartri framtíð. „Ég held að við höfum kannski verið öll svolítið fljót á okkur í þessum viðræðum hvernig við höfum unnið,“ segir Benedikt.Að hvaða leyti? „Þú sérð það að nú eru liðnar rúmar fjórar vikur frá kosningum og við erum enn á byrjunarreit þannig að ég held að við höfum kannski farið aðeins fram úr okkur í staðinn fyrir að fara aðeins hægar og vanda okkur meira.“ Benedikt bætir þó við að ekki megi gera lítið úr því að í svona viðræðum kynnist menn betur og átti sig betur á því hvar sameiginlegir fletir flokkanna liggja og hvar er langt á milli. Varðandi viðræður Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við Samfylkinguna og Pírata í gær segir hann að menn hafi litið svo á að það væri ágætt að nýta tímann á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og VG væru í sínum viðræðum. „Við vildum kannski reyna að átta okkur betur á þessu sem margir sögðu að málin hefðu ekki verið fullrædd og þá skyldum við bara ræða þau betur.“ Aðspurður hvort hann líti svo á að menn hafi verið of fljótir á sér að slíta viðræðum í báðum formlegu tilraununum til stjórnarmyndunar segir Benedikt: „Kannski höfum við ekki verið búin að vinna málin nægilega vel og ég hugsa að það eigi kannski meira við um seinni viðræðurnar. Ég get að minnsta kosti sagt það fyrir mig að í þessi tvö skipti hefur maður mætt tiltölulega bjartsýnn til leiks og svo hefur þetta strandað af einhverjum ástæðum. Þess vegna hef ég nú hugsað mér það að vera varkárari í væntingum í þetta skiptið.“En ertu tilbúnari að fara í formlegar viðræður við stjórnarandstöðuflokkana fjóra heldur en að fara aftur í viðræður með Bjartri framtíð við Sjálfstæðisflokkinn? „Við erum bara ekki komin svo langt. Þettar eru alveg nýjar fréttir fyrir okkur núna og þetta er alveg opið en að minnsta kosti þá erum við klár á því að við þurfum að ljúka þessu samtali sem við hófum í gær,“ segir Benedikt.En myndu þið þá ekki núna reyna að fá Katrínu inn í þessar viðræður? „Við erum bara ekki búin að tala saman um eftir að þetta kom upp en ég held að það sé líka ágætt að þessir flokkar sem voru að ljúka sínu óformlega spjalli að þau hvíli sig aðeins áður en þau eru til í næstu umferð.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
„Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir liggur að Viðreisn og Björt framtíð ræddu óformlega við Pírata og Samfylkinguna í gær og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Vísi í dag að það benti frekar til þess að flokkarnir vilji mynda fimm flokka stjórn en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðismönnum. Viðreisn og Björt framtíð hafa verið í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum vegna mögulegrar myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum annars vegar og VG, Samfylkingunni og Pírötum hins vegar en Benedikt gefur lítið upp um hvað er í spilunum nú. Þó segist hann tilbúinn til að halda áfram samtalinu við Pírata og Samfylkinguna ásamt Bjartri framtíð. „Ég held að við höfum kannski verið öll svolítið fljót á okkur í þessum viðræðum hvernig við höfum unnið,“ segir Benedikt.Að hvaða leyti? „Þú sérð það að nú eru liðnar rúmar fjórar vikur frá kosningum og við erum enn á byrjunarreit þannig að ég held að við höfum kannski farið aðeins fram úr okkur í staðinn fyrir að fara aðeins hægar og vanda okkur meira.“ Benedikt bætir þó við að ekki megi gera lítið úr því að í svona viðræðum kynnist menn betur og átti sig betur á því hvar sameiginlegir fletir flokkanna liggja og hvar er langt á milli. Varðandi viðræður Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við Samfylkinguna og Pírata í gær segir hann að menn hafi litið svo á að það væri ágætt að nýta tímann á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og VG væru í sínum viðræðum. „Við vildum kannski reyna að átta okkur betur á þessu sem margir sögðu að málin hefðu ekki verið fullrædd og þá skyldum við bara ræða þau betur.“ Aðspurður hvort hann líti svo á að menn hafi verið of fljótir á sér að slíta viðræðum í báðum formlegu tilraununum til stjórnarmyndunar segir Benedikt: „Kannski höfum við ekki verið búin að vinna málin nægilega vel og ég hugsa að það eigi kannski meira við um seinni viðræðurnar. Ég get að minnsta kosti sagt það fyrir mig að í þessi tvö skipti hefur maður mætt tiltölulega bjartsýnn til leiks og svo hefur þetta strandað af einhverjum ástæðum. Þess vegna hef ég nú hugsað mér það að vera varkárari í væntingum í þetta skiptið.“En ertu tilbúnari að fara í formlegar viðræður við stjórnarandstöðuflokkana fjóra heldur en að fara aftur í viðræður með Bjartri framtíð við Sjálfstæðisflokkinn? „Við erum bara ekki komin svo langt. Þettar eru alveg nýjar fréttir fyrir okkur núna og þetta er alveg opið en að minnsta kosti þá erum við klár á því að við þurfum að ljúka þessu samtali sem við hófum í gær,“ segir Benedikt.En myndu þið þá ekki núna reyna að fá Katrínu inn í þessar viðræður? „Við erum bara ekki búin að tala saman um eftir að þetta kom upp en ég held að það sé líka ágætt að þessir flokkar sem voru að ljúka sínu óformlega spjalli að þau hvíli sig aðeins áður en þau eru til í næstu umferð.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46
Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00