Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:46 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00