Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Snærós Sindradóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp. vísir/eyþór Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira