Handbolti

Stjarnan komst auðveldlega í átta liða úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stjarnan varð síðasta liðið í pottinn.
Stjarnan varð síðasta liðið í pottinn. vísir/stefán
Stjarnan, sem leikur í Olís-deild karla í handbolta, komst auðveldlega í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins í kvöld þegar liðið lagði 1. deildar lið HK, 36-24, í Digranesi.

Stjarnan var komin með sjö marka forskot í hálfleik, 19-12, og vann á endanum auðveldan tólf marka sigur. Stjarnan er í botnsæti Olís-deildarinnar en HK í öðru sæti 1. deildar.

Starri Friðriksson, Garðar Sigurjónsson og Andri Hjartar Grétarsson skoruðu allir sex mörk fyrir Stjörnuna en Ólafur Gústafsson og Ari Magnús Þorgeirsson skoruðu fimm.

Hjá HK voru Kristófer Dagur Sigurðsson og Garðar Svansson markahæstir en þeir skoruðu fjögur mörk hvor líkt og Svavar Kári Grétarsson.

Þetta var síðasti leikur 16 liða úrslitanna en liðin sem verða í hattinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna eru Haukar, Valur, Fram, Afturelding, FH, Grótta, Selfoss og Stjarnan. Allt saman lið úr efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×