Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Ritstjórn skrifar 19. desember 2016 16:30 Innsetningin vakti mikla lukku. Myndir/Eygló Gísla Síðastliðið föstudagskvöld fór fram sýning á fata- og fylgihlutalínunni USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA, í rými Minor Coworking úti á Granda. Það voru margir sem létu sjá sig á þessari glæsilegu sýningu sem féll vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin var í formi innsetningar þar sem hljómsveitin aYia spilaði undir. USELESS er fata & fylgihlutalína úr hreindýraleðri. Innblástur línunnar er dreginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi. Nafnið USELESS, er ætlað til að vekja athygli á sóun á verðmætum en á sama tíma hvetja notandann til þess að taka ábyrgð þegar kemur að tísku og innkaupum. ALVARA samanstendur af hönnuðunum Ágústu Sveinsdóttur og Elísabetu Karlsdóttur. Myndir frá innsetningunni eru teknar af Eygló Gísladóttur en Anna Maggý myndaði línuna fyrir sérstakt Zine sem var gefið út samhliða. Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Solange Knowles ekki síðri tískudrottning en systir sín Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour
Síðastliðið föstudagskvöld fór fram sýning á fata- og fylgihlutalínunni USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA, í rými Minor Coworking úti á Granda. Það voru margir sem létu sjá sig á þessari glæsilegu sýningu sem féll vel í kramið hjá áhorfendum. Sýningin var í formi innsetningar þar sem hljómsveitin aYia spilaði undir. USELESS er fata & fylgihlutalína úr hreindýraleðri. Innblástur línunnar er dreginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi. Nafnið USELESS, er ætlað til að vekja athygli á sóun á verðmætum en á sama tíma hvetja notandann til þess að taka ábyrgð þegar kemur að tísku og innkaupum. ALVARA samanstendur af hönnuðunum Ágústu Sveinsdóttur og Elísabetu Karlsdóttur. Myndir frá innsetningunni eru teknar af Eygló Gísladóttur en Anna Maggý myndaði línuna fyrir sérstakt Zine sem var gefið út samhliða.
Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Solange Knowles ekki síðri tískudrottning en systir sín Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour