Þormóður Árni Jónsson valinn Júdómaður ársins og Hjördís Ólafsdóttir júdókona ársins en þau keppa bæði fyrir JR.
Þormóður var að fá þessa nafnbót í tólfta sinn á ferlinum en hann keppt í ár á sínum þriðji Ólympíuleikum þegar hann vann sér þátttökurétt á ÓL í Ríó.
Þormóður varð í fyrsta sæti á Norðurlandamótinu á árinu en þá var hann í fimmta sæti á móti í Casablanca og níunda sæti á mjög sterku móti í Prag.
Hér heima bar Þormóður höfuð og herðar yfir keppinauta sína og varð bæði Íslandsmeistari í þungavigt sem og í opnum flokki. Þormóður er eins og er í 83. sæti á heimslista IJF.
Hjördís Ólafsdóttir sem keppir í -70 kílóa flokki varð Íslandsmeistari í sínum flokki og einnig í opnum flokki. Hún sigraði bæði á Haustmóti og Vormóti JSÍ og varð Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ.
Júdósambandið valdi þau Ægi Baldvinsson UMFN og Draupniskonuna Bereniku Bernard sem efnilegasta júdófólk ársins en þau hafa verið framarlega á flestum mótum innanlands á árinu.
Selfyssingurinn Bergur Pálsson hlaut sextánda Gullmerki Júdósambandsins fyrir störf í þágu júdó í áratugi.
