Staðan gæti breyst í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Niðurstöður könnunar á fylgi flokka benda til lítilla breytinga frá kosningum. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent