Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-24 | Valsmenn tryggðu fjórða sætið fyrir fríið Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 15. desember 2016 20:00 Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals. vísir/stefán Valur lagði ÍBV í uppgjöri liðanna um fjórða sæti Olís-deildar karla í handbolta með góðum 28-24 sigri á heimavelli í kvöld. Valsmenn voru betri aðilinn allan leikinn en kraftleysi einkenndi fyrri hálfleikinn og þá ekki síst hjá gestunum frá Eyjum. Það voru fáir áhorfendur í húsinu og létu fæstir þeirra heyra í sér og var stemningin í leiknum í samræmi við það. Valur var 13-8 yfir í hálfleik og virtust hafa leikinn í hendi sér. Eyjamenn voru mun ákveðnari í seinni sér og létu finna fyrir sér þó það vanti fjölda lykilmanna í liðið. ÍBV náði nokkrum sinnum að minnka muninn í þrjú mörk en komstu aldrei nær. Valur átti svar við hverju áhlaupi Eyjamanna en þegar gestirnir fengu dauðafæri eða víti til að minnka muninn í tvö mörk strönduðu þeir á góðum Hlyn Morthens í marki Vals. Leikurinn bar þess glögglega merki að vera síðasti leikurinn fyrir frí. Eyjamenn særðir og bæði lið virkuðu þreytt. Valsmenn gerðu í raun það sem þeir þurftu til að tryggja sér fjórða sætið og réttinn til að leika í Flugfélags Íslands bikarnum á milli jóla og nýárs. Tíu leikmenn Vals komust á blað í leiknum og skipti breiddin sköpum þegar uppi var staðið. Sigurbergur Sveinsson og Kári Kristján Kristjánsson drógu vagninn fyrir ÍBV. Guðlaugur: Hefði viljað hafa okkur beittari„Við erum virkilega ánægðir með þessa tvo punkta í kvöld,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals. „Eyjamenn eru sterkir en við vorum betri en þeir í dag. Þeir eru alltaf með ákveðinn grunn hjá sér sem er erfitt að brjóta alveg aftur. Það er erfitt að bursta þá eins og við hefðum viljað gera. Við náðum aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Guðlaugur. Þó Valur hafi aldrei náð að slíta ÍBV almennilega frá sér var Valur með forskot allan leikinn og í raun með hann í hendi sér. „Mér fannst við vera þægilega með leikinn. Það var kannski full þægilegt. Ég hefði viljað hafa okkur beittari og klára leikinn stærra og öruggar.“ Stigin tvö tryggja það að Valur er í fjórða sæti þegar deildin fer í jóla- og HM-frí en Valur leikur í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs. „Við förum allir í vegan yfir hátíðarnar og mætum ferskir á milli jóla og nýárs,“ sagði Guðlaugur. Arnar: Var eins og bæði lið væru komin hálfa leið í jólafrí„Það vantaði ekki mikið upp á. Það er grátlegt að við klúðruðum vítaköstum og dauðafærum í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson þjálfari ÍBV eftir tapið í kvöld. „Það vantaði aðeins betri færanýtingu til að klára Val í kvöld.“ ÍBV beit vel frá sér í seinni hálfleik en andleysi lýsir fyrri hálfleiknum líklega best. „Það var eins og bæði lið væru komin hálfa leið í jólafrí en leikurinn var allt annar í seinni hálfleik. Menn fengu blóð á tennurnar og lögðu sig aðeins betur fram.“ Lykilmenn á borð við Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson svo einhverjir séu nefndir eru meiddir hjá ÍBV og má ætla að leikmenn og þjálfarar liðsins séu fegnir að sleppa við deildarbikarinn á milli jóla og nýárs og þó liðið sjái að sjálfsögðu eftir stigunum sem í boði voru í kvöld. „Við nálguðumst þetta þannig að við ætluðum okkur alltaf þessa tvo punkta. Við nálguðumst það líka þannig að þessi deildarbikar væri bara eitthvað sem við myndum hugsa um seinna. „Ef ég segi eins og er þá er þessi deildarbikar barn síns tíma. Við hefðum ekki mætt mjög sterkir þangað miðað við stöðuna á okkur. „Við erum með þrjá stráka í U-19 ára liðinu sem verður úti. Þeir spiluðu nánast 60 mínútur hver hér í kvöld. Þeir verða úti vonandi í Þýskalandi og svo eru það allir sem eru meiddir. Ég veit ekki hvernig menn hefðu farið að þessu. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en heilt yfir er ég stoltur af mínum mönnum. Við erum með þrjá, fjóra 3. flokks stráka inn á allan leikinn og bjóðum mjög góðu Valsliði í hörkuleik,“ sagði Arnar sem er bjartsýnn á að ÍBV mæti með allt að því fullt lið þegar deildin fer af stað aftur í febrúar. „Það verða allir klárir í febrúar. Róbert og Logi (Snædal Jónsson) hafa æft vel en það er aðeins lengra í Sindra (Haraldsson) og Tedda. Svo er Stephen (Nielsen) að flytja heim aftur. „Ég verð kominn með alla en burt séð frá því þá höfum við spilað vel á mörgum ungum strákum sem hafa fengið mikla og góða reynslu. Við förum nokkuð sáttir inn í þetta hlé og það er kærkomið. Ég hef hlakkað svolítið lengi til að komast í þetta hlé,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Valur lagði ÍBV í uppgjöri liðanna um fjórða sæti Olís-deildar karla í handbolta með góðum 28-24 sigri á heimavelli í kvöld. Valsmenn voru betri aðilinn allan leikinn en kraftleysi einkenndi fyrri hálfleikinn og þá ekki síst hjá gestunum frá Eyjum. Það voru fáir áhorfendur í húsinu og létu fæstir þeirra heyra í sér og var stemningin í leiknum í samræmi við það. Valur var 13-8 yfir í hálfleik og virtust hafa leikinn í hendi sér. Eyjamenn voru mun ákveðnari í seinni sér og létu finna fyrir sér þó það vanti fjölda lykilmanna í liðið. ÍBV náði nokkrum sinnum að minnka muninn í þrjú mörk en komstu aldrei nær. Valur átti svar við hverju áhlaupi Eyjamanna en þegar gestirnir fengu dauðafæri eða víti til að minnka muninn í tvö mörk strönduðu þeir á góðum Hlyn Morthens í marki Vals. Leikurinn bar þess glögglega merki að vera síðasti leikurinn fyrir frí. Eyjamenn særðir og bæði lið virkuðu þreytt. Valsmenn gerðu í raun það sem þeir þurftu til að tryggja sér fjórða sætið og réttinn til að leika í Flugfélags Íslands bikarnum á milli jóla og nýárs. Tíu leikmenn Vals komust á blað í leiknum og skipti breiddin sköpum þegar uppi var staðið. Sigurbergur Sveinsson og Kári Kristján Kristjánsson drógu vagninn fyrir ÍBV. Guðlaugur: Hefði viljað hafa okkur beittari„Við erum virkilega ánægðir með þessa tvo punkta í kvöld,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals. „Eyjamenn eru sterkir en við vorum betri en þeir í dag. Þeir eru alltaf með ákveðinn grunn hjá sér sem er erfitt að brjóta alveg aftur. Það er erfitt að bursta þá eins og við hefðum viljað gera. Við náðum aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Guðlaugur. Þó Valur hafi aldrei náð að slíta ÍBV almennilega frá sér var Valur með forskot allan leikinn og í raun með hann í hendi sér. „Mér fannst við vera þægilega með leikinn. Það var kannski full þægilegt. Ég hefði viljað hafa okkur beittari og klára leikinn stærra og öruggar.“ Stigin tvö tryggja það að Valur er í fjórða sæti þegar deildin fer í jóla- og HM-frí en Valur leikur í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs. „Við förum allir í vegan yfir hátíðarnar og mætum ferskir á milli jóla og nýárs,“ sagði Guðlaugur. Arnar: Var eins og bæði lið væru komin hálfa leið í jólafrí„Það vantaði ekki mikið upp á. Það er grátlegt að við klúðruðum vítaköstum og dauðafærum í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson þjálfari ÍBV eftir tapið í kvöld. „Það vantaði aðeins betri færanýtingu til að klára Val í kvöld.“ ÍBV beit vel frá sér í seinni hálfleik en andleysi lýsir fyrri hálfleiknum líklega best. „Það var eins og bæði lið væru komin hálfa leið í jólafrí en leikurinn var allt annar í seinni hálfleik. Menn fengu blóð á tennurnar og lögðu sig aðeins betur fram.“ Lykilmenn á borð við Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson svo einhverjir séu nefndir eru meiddir hjá ÍBV og má ætla að leikmenn og þjálfarar liðsins séu fegnir að sleppa við deildarbikarinn á milli jóla og nýárs og þó liðið sjái að sjálfsögðu eftir stigunum sem í boði voru í kvöld. „Við nálguðumst þetta þannig að við ætluðum okkur alltaf þessa tvo punkta. Við nálguðumst það líka þannig að þessi deildarbikar væri bara eitthvað sem við myndum hugsa um seinna. „Ef ég segi eins og er þá er þessi deildarbikar barn síns tíma. Við hefðum ekki mætt mjög sterkir þangað miðað við stöðuna á okkur. „Við erum með þrjá stráka í U-19 ára liðinu sem verður úti. Þeir spiluðu nánast 60 mínútur hver hér í kvöld. Þeir verða úti vonandi í Þýskalandi og svo eru það allir sem eru meiddir. Ég veit ekki hvernig menn hefðu farið að þessu. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en heilt yfir er ég stoltur af mínum mönnum. Við erum með þrjá, fjóra 3. flokks stráka inn á allan leikinn og bjóðum mjög góðu Valsliði í hörkuleik,“ sagði Arnar sem er bjartsýnn á að ÍBV mæti með allt að því fullt lið þegar deildin fer af stað aftur í febrúar. „Það verða allir klárir í febrúar. Róbert og Logi (Snædal Jónsson) hafa æft vel en það er aðeins lengra í Sindra (Haraldsson) og Tedda. Svo er Stephen (Nielsen) að flytja heim aftur. „Ég verð kominn með alla en burt séð frá því þá höfum við spilað vel á mörgum ungum strákum sem hafa fengið mikla og góða reynslu. Við förum nokkuð sáttir inn í þetta hlé og það er kærkomið. Ég hef hlakkað svolítið lengi til að komast í þetta hlé,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira