Bregðist við hækkandi húsnæðisverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að hækkun fasteignaverðs skýrist af hærra lóðaverði. Öðrum þáttum í byggingarkostnaði sé ekki um að kenna. Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira