Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 06:00 Janus Daði hefur farið mikinn. vísir/anton Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira