Björn gefur lítið fyrir FIFA útspil Geirs eftir framboð Guðna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 21:15 Björn Einarsson íhugar að blanda sér í formannsslag við Geir Þorsteinsson, núverandi formann, og Guðna Bergsson sem tilkynnti framboð í dag. Vísir Björn Einarsson, formaður Víkings, gagnrýnir þá stöðu sem upp er kominn hjá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, sem býður sig fram í stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins undir þeim formerkjum að hann verði áfram formaður KSÍ. Fyrst verði að kjósa formann að sögn Björns. Björn íhugar enn framboð sitt til formanns KSÍ en Guðni Bergsson tilkynnti framboð sitt í dag. „Ég er að skoða þetta frá öllum hliðum áður en maður tekur ákvörðun eins og Guðni er búinn að gera,“ segir Björn. Ekkert sé ákveðið í því hvenær sú ákvörðun liggi fyrir. Ljóst er að tekist verður um starf formanns þar sem Geir hyggur á endurkjör eftir tíu ár í starfi formanns. Guðni Bergsson ætlar að þiggja laun fyrir störf sín en þau eru um ein og hálf milljón króna á mánuði.Vísir/Stefán Framboð til FIFA Skömmu eftir að Guðni sendi frá sér tilkynningu um framboð sitt til formanns greindi Mbl.is frá því að Geir Þorsteinsson væri í framboði til stjórnar FIFA og nyti stuðnings Norðurlandaþjóðanna. Kosið verður þann 5. apríl.Óljóst er hvort Geir verði formaður 5. apríl enda fara formannskosningar fram hjá KSÍ þann 11. febrúar. Geir útskýrir málin hvað þetta varðar í viðtali við Mbl.is en framboðsfrestur til stjórnarsetu hjá FIFA rann út 5. desember.„… forsendan fyrir því að taka sæti í stjórn FIFA er að ég haldi áfram mínu starfi sem formaður Knattspyrnusambandsins.Erlendir miðlar höfðu greint frá framboði Geirs í síðustu viku. Íslenskir miðlar höfðu hins vegar ekki greint frá því og var framboðið eftir því sem Vísir kemst næst á fárra vitorði í knattspyrnuhreyfingunni.Um svipað leyti og Mbl fjallaði um málið, þ.e. skömmu eftir tilkynningu um framboð Guðna, birtist frétt á vefsíðu KSÍ í dag um FIFA-framboð Geirs. Ragnar Sigurðsson fagnaði framboði Guðna á Twitter í dag.Vísir/GettyFinnst Geir ekki geta stýrt málum svoBjörn Einarsson segir þetta tvennt ekki geta haldist í hendur.„Við látum varla KSÍ stjórna því hverjir fara inn í FIFA. Fyrst byrjum við á að kjósa formann KSÍ og svo sjáum við hvað kemur í kjölfarið,“ segir Björn. „Það sem skiptir mestu eru íslensku knattspyrnumálin. Svo sjáum við hvað kemur í kjölfarið á því. Mér finnst Geir ekki geta tengt þetta saman.“Athygli hefur vakið að Björn ætlar að sinna starfinu launalaust á meðan fyrir liggur að Geir og Guðni munu þiggja laun fyrir. Launin eru um ein og hálf milljón króna auk fríðinda og töluverðra dagpeninga vegna ferðalaga. Björn segir að hann sé því raunverulegur valkostur við Geir og Guðna, ákveði hann að fara fram.Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.Launalausi formaðurinn„Málið er að starfandi stjórnarformennska tíðkast ekki í íslensku atvinnulífi í dag,“ segir Björn sem er forstjóri TVG Ziemsen. KSÍ sé glæsilegt sérsamband og ítrekar fyrri orð sín um að styrkja þurfi ímynd sambandsins.Samkvæmt heimildum Vísis eru það helst félög í efstu deild sem kalla á breytingar í forystu KSÍ. Félögin eru undir einum hatti hjá ÍTF (Íslenskum Toppfótbolta) en hvort Geir eða Guðni hafi dyggari stuðning þaðan liggur ekki fyrir. Erfitt hafi verið að mynda sér fullkomna skoðun á frambjóðanda þar til fyrirliggi hvort þeir færu í framboð eða ekki. Björn segist finna fyrir jákvæðum straumum og vangaveltur aukist eftir tíðindi dagsins. „Það er ljóst að það er jarðvegur fyrir breytingar. Það er það sem ég finn án þess að hengja það á nöfn.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir einn af fimm sem keppa um fjögur laus sæti í stjórn FIFA Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. desember 2016 15:04 Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Björn Einarsson, formaður Víkings, gagnrýnir þá stöðu sem upp er kominn hjá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, sem býður sig fram í stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins undir þeim formerkjum að hann verði áfram formaður KSÍ. Fyrst verði að kjósa formann að sögn Björns. Björn íhugar enn framboð sitt til formanns KSÍ en Guðni Bergsson tilkynnti framboð sitt í dag. „Ég er að skoða þetta frá öllum hliðum áður en maður tekur ákvörðun eins og Guðni er búinn að gera,“ segir Björn. Ekkert sé ákveðið í því hvenær sú ákvörðun liggi fyrir. Ljóst er að tekist verður um starf formanns þar sem Geir hyggur á endurkjör eftir tíu ár í starfi formanns. Guðni Bergsson ætlar að þiggja laun fyrir störf sín en þau eru um ein og hálf milljón króna á mánuði.Vísir/Stefán Framboð til FIFA Skömmu eftir að Guðni sendi frá sér tilkynningu um framboð sitt til formanns greindi Mbl.is frá því að Geir Þorsteinsson væri í framboði til stjórnar FIFA og nyti stuðnings Norðurlandaþjóðanna. Kosið verður þann 5. apríl.Óljóst er hvort Geir verði formaður 5. apríl enda fara formannskosningar fram hjá KSÍ þann 11. febrúar. Geir útskýrir málin hvað þetta varðar í viðtali við Mbl.is en framboðsfrestur til stjórnarsetu hjá FIFA rann út 5. desember.„… forsendan fyrir því að taka sæti í stjórn FIFA er að ég haldi áfram mínu starfi sem formaður Knattspyrnusambandsins.Erlendir miðlar höfðu greint frá framboði Geirs í síðustu viku. Íslenskir miðlar höfðu hins vegar ekki greint frá því og var framboðið eftir því sem Vísir kemst næst á fárra vitorði í knattspyrnuhreyfingunni.Um svipað leyti og Mbl fjallaði um málið, þ.e. skömmu eftir tilkynningu um framboð Guðna, birtist frétt á vefsíðu KSÍ í dag um FIFA-framboð Geirs. Ragnar Sigurðsson fagnaði framboði Guðna á Twitter í dag.Vísir/GettyFinnst Geir ekki geta stýrt málum svoBjörn Einarsson segir þetta tvennt ekki geta haldist í hendur.„Við látum varla KSÍ stjórna því hverjir fara inn í FIFA. Fyrst byrjum við á að kjósa formann KSÍ og svo sjáum við hvað kemur í kjölfarið,“ segir Björn. „Það sem skiptir mestu eru íslensku knattspyrnumálin. Svo sjáum við hvað kemur í kjölfarið á því. Mér finnst Geir ekki geta tengt þetta saman.“Athygli hefur vakið að Björn ætlar að sinna starfinu launalaust á meðan fyrir liggur að Geir og Guðni munu þiggja laun fyrir. Launin eru um ein og hálf milljón króna auk fríðinda og töluverðra dagpeninga vegna ferðalaga. Björn segir að hann sé því raunverulegur valkostur við Geir og Guðna, ákveði hann að fara fram.Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.Launalausi formaðurinn„Málið er að starfandi stjórnarformennska tíðkast ekki í íslensku atvinnulífi í dag,“ segir Björn sem er forstjóri TVG Ziemsen. KSÍ sé glæsilegt sérsamband og ítrekar fyrri orð sín um að styrkja þurfi ímynd sambandsins.Samkvæmt heimildum Vísis eru það helst félög í efstu deild sem kalla á breytingar í forystu KSÍ. Félögin eru undir einum hatti hjá ÍTF (Íslenskum Toppfótbolta) en hvort Geir eða Guðni hafi dyggari stuðning þaðan liggur ekki fyrir. Erfitt hafi verið að mynda sér fullkomna skoðun á frambjóðanda þar til fyrirliggi hvort þeir færu í framboð eða ekki. Björn segist finna fyrir jákvæðum straumum og vangaveltur aukist eftir tíðindi dagsins. „Það er ljóst að það er jarðvegur fyrir breytingar. Það er það sem ég finn án þess að hengja það á nöfn.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir einn af fimm sem keppa um fjögur laus sæti í stjórn FIFA Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. desember 2016 15:04 Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Geir einn af fimm sem keppa um fjögur laus sæti í stjórn FIFA Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. desember 2016 15:04
Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22