Einar skýtur til baka á Loga Geirs sem vill að hann verði rekinn: „Horfi ekki á þennan þátt frekar en margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 11:45 Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður, telur að Stjarnan eigi að reka Einar Jónsson. vísir/stefán/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira