Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2016 19:13 Frá undirritun kjarasamningsins í nóvember síðastliðnum. vísir/stefán Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“ Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26