Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 11:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira