Gríðarlegt álag á björgunarsveitarmönnum fyrir austan fjall Ásgeir Erlendsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. desember 2016 14:27 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45