Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, utanlandsferðir og matarkörfur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 11:41 Matarkörfur og gjafakort voru vinsælustu gjafirnar í ár. Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar. Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar.
Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira