Hætti sem blaðamaður á Mbl.is eftir að frétt var tekin úr birtingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 16:00 Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum. Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum.
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent