Tekjur ríkissjóðs auknar um 7 milljarða og afgangur minnkaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2016 18:17 Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira