Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Ritstjórn skrifar 23. desember 2016 09:00 Blake Lively rokkaði rauða dregilinn í Cannes í sumar. Myndir/Getty Það var margt gott og slæmt sem gerðist á rauðu dreglunum á árinu en við höfum ákveðið að taka saman það sem stóð upp úr. Stjörnurnar tóku áhættur og fóru nýjar leiðir á árinu sem var gaman að fylgjast með á meðan aðrir héldu sig við klassískan stíl og náðu þannig að skara fram úr.Blake Lively klæddist þessum fallega bláa Ateliér Versace kjól á kvikmyndahátíðinni í Cannes í byrjun sumars. Á þeim tíma var hún nýbúin að tilkynna um óléttu sína. Allt við þetta dress hittir beint í mark.Gigi Hadid tók á móti verðlaunum fyrir fyrirsætu ársins á bresku tískuverðlaununum í byrjun desember. Þar mætti hún í þessum kjól sem gæti þó líka flokkast sem dragt frá Ateliér Versace.Beyoncé lét alla missa hökuna í gólfið þegar hún mætti á VMA hátíðina í þessum einstaka kjól frá ítalska hönnuðinum Francesco Scognamiglio.Selena Gomez fær að vera tvisvar sinnum á þessum lista enfaldlega vegna þess að hún á það skilið. Á Met Gala mætti hún í þessum afslappaða Louis Vuitton kjól við hermannaskó og gjörsamlega sló í gegn. Svo núna í lok ársins klæddist hún rauðum Prada kjól á American Music Awards.Star Wars stjarnan Daisy Ridley mætti í fyrsta skiptið á Óskarsverðlaunin og náði að stimpla sig inn sem tískufyrirmynd. Leikkonan klæddist fallegum og klassískum Chanel kjól sem var nógu mikið öðruvísi frá öllum öðrum kjólum á Óskarnum að hann sat í okkur eftir hátíðina.Rooney Mara var töff í sérsaumuðum Givenchy kjól á Óskarsverðlaununum. Mara er með einstakan stíl sem fékk að njóta sín með þessum fallega kjól.Kerry Washington var ólétt þegar hún mætti á Emmy verðlaunin þetta árið. Hún leit út fyrir að vera diskó drottning með stórt hár og í skemmtilegum kjól frá Brandon Maxwell. Klárlega einn af eftirminnilegustu kjólum ársins. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour
Það var margt gott og slæmt sem gerðist á rauðu dreglunum á árinu en við höfum ákveðið að taka saman það sem stóð upp úr. Stjörnurnar tóku áhættur og fóru nýjar leiðir á árinu sem var gaman að fylgjast með á meðan aðrir héldu sig við klassískan stíl og náðu þannig að skara fram úr.Blake Lively klæddist þessum fallega bláa Ateliér Versace kjól á kvikmyndahátíðinni í Cannes í byrjun sumars. Á þeim tíma var hún nýbúin að tilkynna um óléttu sína. Allt við þetta dress hittir beint í mark.Gigi Hadid tók á móti verðlaunum fyrir fyrirsætu ársins á bresku tískuverðlaununum í byrjun desember. Þar mætti hún í þessum kjól sem gæti þó líka flokkast sem dragt frá Ateliér Versace.Beyoncé lét alla missa hökuna í gólfið þegar hún mætti á VMA hátíðina í þessum einstaka kjól frá ítalska hönnuðinum Francesco Scognamiglio.Selena Gomez fær að vera tvisvar sinnum á þessum lista enfaldlega vegna þess að hún á það skilið. Á Met Gala mætti hún í þessum afslappaða Louis Vuitton kjól við hermannaskó og gjörsamlega sló í gegn. Svo núna í lok ársins klæddist hún rauðum Prada kjól á American Music Awards.Star Wars stjarnan Daisy Ridley mætti í fyrsta skiptið á Óskarsverðlaunin og náði að stimpla sig inn sem tískufyrirmynd. Leikkonan klæddist fallegum og klassískum Chanel kjól sem var nógu mikið öðruvísi frá öllum öðrum kjólum á Óskarnum að hann sat í okkur eftir hátíðina.Rooney Mara var töff í sérsaumuðum Givenchy kjól á Óskarsverðlaununum. Mara er með einstakan stíl sem fékk að njóta sín með þessum fallega kjól.Kerry Washington var ólétt þegar hún mætti á Emmy verðlaunin þetta árið. Hún leit út fyrir að vera diskó drottning með stórt hár og í skemmtilegum kjól frá Brandon Maxwell. Klárlega einn af eftirminnilegustu kjólum ársins.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour