Materazzi ennþá að stríða Zidane tíu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 11:30 Materazzi liggur í grasinu eftir skalla Zidane Vísir/Getty Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira