„Tekið fáránlega vel á móti“ strákunum í Kína þar sem sjö nýliðar geta þreytt frumraun sína Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 11:30 Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45
Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30
Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30