Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 18:49 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“ Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“
Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira