Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2017 15:51 Skýrsla starfshóps um um eignir Íslendinga á aflandsfélögum er komin út. Samsett/Valli/Ernir Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar. Panama-skjölin Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar.
Panama-skjölin Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent