Rannsókn á hvarfi Friðriks: „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 10:27 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, á flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30