Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar nánast frágengin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag. Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag.
Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira