Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 3. janúar 2017 20:22 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent