Flugslysanefnd stefnir að útgáfu Hlíðarfjallsskýrslu áður en vorar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Slysið varð á svæði Kappakstursklúbbs Akureyrar. Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00
Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00
Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00