Laugardalslaug stífluð á nýársdag Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Ein sundlaug í Reykjavík, Laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/Hanna Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við. Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við.
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira