Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 06:45 Við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Ernir Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði og færðir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Yfirheyrslur á þremenningunum stóðu enn yfir þegar fréttastofa náði tali af lögreglu klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að aðgerðum lögreglu um borð í Polar Nanoq sé lokið í bili. „Það er tiltölulega stutt síðan við kláruðum aðgerðirnar um borð í Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru yfirheyrð vitni, skipverjar sem ekki voru handteknir ásamt því að leitað var í skipinu. Svo erum við hér á Hverfisgötu. Það er enn verið að yfirheyra þá sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu,“ segir Grímur í samtali við Vísi. „Það eru þessir þrír sem voru handteknir og okkur grunar að búi yfir vitneskju.“Sjá einnig: Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald.“Hafið þið lokið rannsókn um borð? „Í bili.“ Grímur sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að einn hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í á þriðjudag.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar þremenningar voru leiddir frá borði í gærkvöldi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði og færðir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Yfirheyrslur á þremenningunum stóðu enn yfir þegar fréttastofa náði tali af lögreglu klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að aðgerðum lögreglu um borð í Polar Nanoq sé lokið í bili. „Það er tiltölulega stutt síðan við kláruðum aðgerðirnar um borð í Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru yfirheyrð vitni, skipverjar sem ekki voru handteknir ásamt því að leitað var í skipinu. Svo erum við hér á Hverfisgötu. Það er enn verið að yfirheyra þá sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu,“ segir Grímur í samtali við Vísi. „Það eru þessir þrír sem voru handteknir og okkur grunar að búi yfir vitneskju.“Sjá einnig: Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald.“Hafið þið lokið rannsókn um borð? „Í bili.“ Grímur sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að einn hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í á þriðjudag.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar þremenningar voru leiddir frá borði í gærkvöldi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir 19. janúar 2017 06:00
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57