Bein útsending: Polar Nanoq kemur til hafnar í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2017 22:30 Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33