Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 11:04 Leitað var að Birnu við Hafnarfjarðarhöfn í alla nótt en margir sem nota samfélagsmiðilinn Tinder hafa skipt út myndinni af sér fyrir tilkynningu um hvarf Birnu. vísir/vilhelm/garðar Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47