Lögregla hefur enn ekki fengið fyllilega staðfest hvort að umræddir skór séu Birnu. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund er að ræða hjá ungu fólki.
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir að lögregla hafi haft samband við fyrirtækið í gærkvöldi eftir að skórnir fundust og vinni fyrirtækið náið með lögreglu við að fara yfir upptökur.
Úlfar Þór Viðarsson, verkefnastjóri hjá Trefjum, sem staðsett er utar á Óseyrarbrautinni, segir fyrirtækið vera með sex myndavélar hjá sér, þar af þrjár sem snúi út að sjó. Verði sé að fara yfir upptökur á þessari stundu.
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að starfsmenn verið sé að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum á Hafnarsvæðisins. Fjölmargar öryggismyndavélar eru á hafnarsvæðinu, en skórnir fundust hins vegar utan hafnarsvæðis Hafnarfjarðarhafnar.
