Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:45 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita