„No comment” Stefán Máni skrifar 17. janúar 2017 07:00 Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar