Viðskipti erlent

Hanna rafhlöður með innbyggðu slökkvitæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Takist að framleiða rafhlöðurnar í stórum stíl má telja líklegt að tæknifyrirtæki muni nýta sér þessa tækni
Takist að framleiða rafhlöðurnar í stórum stíl má telja líklegt að tæknifyrirtæki muni nýta sér þessa tækni Vísir/Getty
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum hafa hannað rafhlöðu með innbyggðu efni sem koma á veg fyrir að kvikni í rafhlöðunum. Um svokallaða litín-jóna (lithium-ion) rafhlöðu er að ræða sem knýr fjölmörg tæki, þar á meðal farsíma. BBC greinir frá.

Í hinni nýju rafhlöðu er búið að koma fyrir eldtefjandi efni inn í skel. Skelin bráðnar ef hitastig rafhlöðunnar fer yfir 150 gráður og kælir hana niður. Við prófanir kom í ljós að það tók aðeins 0,4 sekúndur að slökkva eld sem þykir lofa afar góðu.

Takist að framleiða rafhlöðurnar í stórum stíl má telja líklegt að tæknifyrirtæki muni nýta sér þessa tækni. Kóreski tæknirisinn Samsung lendi til að mynda í miklum vandræðum á síðasta ári eftir að kviknaði í Samsung Galaxy Note 7 símum fyrirtækisins. Þurfti fyrirtækið á endanum að hætta að framleiða símann. Afar líklegt þykir að rafhlöður símans hafi verið sökudólgurinn.

Áður hefur verið reynt að koma eldtefjandi efninu sem um ræðir, triphenyl fosfati eða TPP, fyrir í rafhlöðum sem þessum. Það hefur þó ekki skilað tilætluðum árangri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×